Fjölnir - KR

Eva Björk Ægisdóttir

Fjölnir - KR

Kaupa Í körfu

Frábær baráttusigur illviðráðanlegra Fjölnismanna á KR sem missti FH þremur stigum frá sér Magee hefur byrjað fimm sinnum í sumar en skorað sjö mörk . Ef KR-ingar héldu að „þetta væri komið“ eftir afar sannfærandi sigur gegn ÍBV í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku vöknuðu þeir heldur betur upp við vondan draum í gærkvöldi í sólinni í Grafarvogi. Lokatölur 2:1 fyrir heimamenn í Fjölni sem unnu þar með sinn annan sigur í röð eftir fjögurra leikja taphrinu í deildinni. KR-ingar fengu óskabyrjun á leiknum þar sem Óskar Örn Hauksson fékk dauðafæri strax á 4. mínútu en Þórður Ingason í marki Fjölnismanna varði frábærlega í markinu. Þórður átti eftir að láta til sín taka í leiknum og ef það er hægt að draga einhvern einn úr liði Fjölnis þá átti Þórður kannski stærstan þátt í annars frá- bærum liðsheildarsigri Grafarvogspilta sem börðust eins og ljón allan leikinn og gáfu KR-ingum ekki tommu eftir. Spjaldasöfnun þeirra í leiknum er engin tilviljun

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar