Verið að setja upp handrið á nýju göngubrúna úr Árbæ yfir í Norð
Kaupa Í körfu
Unnið er að því að setja handrið á nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut. Brúin mun tengja saman Norðlingaholt og Árbæjarhverfi. Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri Loftorku Reykjavík, sagði að farið væri að sjá fyrir endann á framkvæmdinni. Stefnt er að því að afhenda brúna og aðliggjandi göngustíga í október. Tafir urðu á byggingu brúarinnar í vetur vegna steypuvinnu. Ekki náðist að steypa brúna fyrir síðustu áramót og eftir áramótin þurfti að bíða eftir heppilegu veðri til steypuvinnunnar, því hvorki mátti þá vera frost eða rigning. Ágreiningur reis vegna steypuvinnu við brúna. Búið er að leysa úr þeim ágreiningi og urðu verkkaupi og verktaki ásáttir um að ljúka verkinu. Brúargólfið var spennt fyrir um hálfum mánuði og nú er unnið að því að setja handrið á brúna. gudni@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir