Nanna Gunnarsdóttir hefur ræktað ótrúlega flottan garð.

Þórður Arnar Þórðarson

Nanna Gunnarsdóttir hefur ræktað ótrúlega flottan garð.

Kaupa Í körfu

Einn fallegasi blómagarður landsins er hjá Nönnu Gunnarsdóttur í Grafarvogi, en hún hefur stundað blómarækt í liðlega hálfa öld og átti verð- launagarð í Keflavík áður en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. „Ég veit ekki hvaðan þessi blómaræktarbaktería kom, ekki ólst ég upp vafin í rósablöð, en þetta byrjaði líklega 1964,“ rifjar hún upp. Nanna bjó í Mjóafirði eystra þar til hún var 17 ára og segir að þar hafi fólk haft nóg annað að gera en að dútla við blómarækt. „Þar ræktaði fólk kartöflur, rófur, grænkál, hreðkur og rabarbara, eitthvað sem var nothæft til matar. Njóli var notaður til að búa til ljómandi góðan grænmetisjafning. Kannski ættum við að hætta að bölva honum í sand og ösku og éta hann bara í staðinn.“ Byrjun blómaræktarinnar fólst í því að kaupa nokkra lauka af túl- ípönum og páskaliljum, sem Nanna setti niður í Keflavík. „Lítil vinkona mín, fjögurra ára heimagangur úr næsta húsi, tók sig til, reif öll blómin upp á einu bretti og fór með þau heim til sín“ rifjar Nanna upp. „Hún tilkynnti mér að hún vildi ekki hafa það að ég ætti svona fín blóm og mamma hennar engin. Mér fannst nú sanngjarnt að hún hefði skilið eftir helminginn, en nú fær helst enginn að koma inn í garðinn hjá mér.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar