Lögregluaðgerð á völlunum
Kaupa Í körfu
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögreglu barst hávaðatilkynning seint í gær og fljótlega önnur ábending um að maður kynni að vera vopnaður en hvellur heyrð- ist frá íbúð. Í kjölfarið var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð á vettvang og var viðbúnaður mikill seint í gærkvöldi. Skv. heimildum Morgunblaðsins var talið að hleypt hefði verið af þremur riffilskotum. „Ég sá fullt af sérsveitargaurum hlaupa yfir hraunið að Kirkjuvöllum 7,“ sagði Kristín R. Friðriksdóttir sem býr í hverfinu. Íbúar í hverfinu voru margir hverjir mjög óttaslegnir og sköpuðust umræður um við- búnað lögreglu á Facebook-hópi íbúa hverfisins. Heyrði mjög hávært öskur „Lögregla gengur um og bankar á Bjarkavöllum F og G á fyrstu og annarri hæð,“ sagði Sveinn Dal Björnsson, íbúi í hverfinu. Maður í íbúð fyrir ofan íbúð meints byssumanns sagði í umræðuþræði á Facebook að ekki væri um skothvelli að ræða heldur hefði meintur byssumaður, sem er góðkunningi lögreglunnar, slegið með járnstöng í grindverk svalanna og öskrað mjög hátt. Þegar Morgunblaðið fór í prentun um hálfeitt í nótt hafði sérsveitin ekki enn yfirbugað manninn heldur beið átekta fyrir utan íbúðina að sögn íbúans fyrir ofan
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir