Reykjavík pride gangan 2015

Þórður Arnar Þórðarson

Reykjavík pride gangan 2015

Kaupa Í körfu

Hinsegin dagar eru að baki og að vanda var hátíðin bæði fjölsótt og vel heppnuð. Við þetta tækifæri er áhugavert að skoða hvernig bætt staða hinsegin fólks endurspeglast í markaðsefni fyrirtækja. Hinsegin fólk er áhugaverður markhópur fyrir margra hluta sakir og greinilegt að margir seljendur vöru og þjónustu leggja sig fram við að bjóða þennan hóp velkominn í við- skipti. Hannes Páll Pálsson er mikill reynslubolti á þessu sviði. Hann er einn af eigendum hinsegin ferðaskrifstofunnar Pink Iceland og hefur komið víða við í rekstri og við- burðahaldi sem stílað er á hinsegin fólk. „Hinsegin samfélagið, það samfélag sem ég tel mig vera hluta af, er miklu stærra en bara hommar og lesbíur,“ segir hann. „Fjöldi fólks sameinast undir hinsegin regnhlífinni en það er staðreynd að hommar og lesbíur hafa náð lengst í sinni baráttu fyrir jafnrétti á meðan aðrir hópar eins og t.d. tvíkynhneigðir, trans og intersex eiga mun lengra í land. Sú þróun sést kannski einmitt á því að markaðsöflin hafa ekki séð hag sinn í því að markaðssetja vörur gagngert fyrir þessa hópa, né innlima þá að nokkru leyti inn í markaðsefni sem notað er í þeim tilgangi að sýna jákvæða mannréttindastefnu fyrirtækja

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar