Gaypride 2015

Eva Björk Ægisdóttir

Gaypride 2015

Kaupa Í körfu

Veðrið aftraði ekki Íslendingum að flykkjast í miðborgina til að taka þátt í gleðigöngunni, sem hófst klukkan tvö á laugardag. Talið er að allt að 40 þúsund manns hafi safnast saman til að fagna fjölbreytileikanum þegar mest var, en gangan sjálf var leidd áfram af bleiku glimmerskipi þar sem Páll Óskar stóð í brúnni. Gangan, sem hófst við BSÍ endaði við Arnarhól þar sem gleði og skemmtun ríkti langt fram eftir degi. Fólk var svo sannarlega mætt í miðbæinn til að styðja góðan málstað og skemmta sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar