Hulda Þorsteinsdóttir
Kaupa Í körfu
Hulda Þorsteinssdóttir stekkur á Bætingarmóti FRÍ í Laugardalnum. Stangarstökk Hulda Þorsteinsdóttir reyndi við HM-lágmark í stangarstökki Ljóst er að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni verður eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Peking síðar í mánuðinum. Ásdís náði HM-lágmarkinu í spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Ríga 28. maí síðastliðinn. Kast Ásdísar fór 62,14 metra en lágmarkið er 61 metri. Síðasta atlagan gerð í Laugardalnum Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR gerðu lokatilraun til að ná HMlágmörkum á Bætingarmóti FRÍ á laugardaginn. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR gerði einnig lokatilraun við lágmörkin á móti í Belg- íu á laugardaginn. Bikarkeppni FRÍ féll niður í ár en þess í stað var komið á móti í Laugardalnum á laugardaginn. Þetta var síðasta mótið sem fremstu frjáls- íþróttamenn Íslands fengu tækifæri til að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í Peking. Hafdís Sigurðardóttir reyndi við lágmarkið í langstökki sem er 6,70 metrar. Hennar besta stökk á ferlinum eru 6,56 metrar sem er jafnframt Íslandsmet. Hún átti stökkið á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri hinn 1. ágúst. Á laugardaginn stökk Hafdís lengst 6,40 metra. Hulda Sigurðardóttir gerði tilraun við lágmarkið í stangarstökki en lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið er 4,50 metrar. Besta stökk Huldu á ferlinum var 4,30 metrar en hún átti það á Innanfélagsmóti ÍR sem fór fram 29. júní í sumar. Hulda fór hæst 4,25 metra í Laugardalnum um helgina. Aníta hársbreidd frá lágmarkinu fyrr í sumar Aníta Hinriksdóttir verður ekki heldur á meðal keppenda á HM í Peking en hún gerði lokatilraun til að ná lágmarkinu á móti í Belgíu. Hún hljóp 800 metrana á 2:03,18 mínútum og hafnaði í þriðja sæti á mótinu. Lágmarkið fyrir HM er hins vegar 2:01,00 mínútur og var Aníta nokkuð langt frá lágmarkinu í Belg- íu. Aníta var hins vegar grátlega ná- lægt HM-lágmarkinu fyrr í sumar þegar hún hljóp á 2:01,10 mínútum, 10 sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti á HM. Íslandsmet Anítu í 800 metra hlaupi er 2:00,49 mínútur en hún setti það í Mannheim árið 2013.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir