Kínaklúbbur Unnar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kínaklúbbur Unnar

Kaupa Í körfu

Unnur Guðjónsdóttir hyggst bjóða skólabörnum upp á að sækja Kínasafn sitt heim á komandi skólaári. Þetta segir Unnur í samtali við Morgunblaðið, en í gær bauð hún til veislu í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Safnið, sem er staðsett við Njálsgötu, hefur að geyma marga fágæta muni að sögn Unnar. „Sérstaklega í samanburði við söfn í Kína. Ég hef getað náð í þessa muni á uppboðum í Svíþjóð þar sem börn og barnabörn sænskra trú- boða, sem tóku þessa muni heim frá Kína þegar kommúnistarnir vísuðu þeim úr landi, eru að bjóða þá til sölu á uppboði vegna þess að þau kunna ekki að meta fágæti þeirra,“ segir Unnur, sem hefur farið oftar til Kína en hún kann tölu á. Kennir Kínverjum sögu þeirra Unnur býður fólki í ferðalög með sér um Kína, sem fáir Íslendingar þekkja jafn vel og hún. Meira að segja eiga Kínverjar ýmislegt ólært af henni, til að mynda kínverski sendiherrann Zhang Weidong, sem var viðstaddur veisluna í gær. „Ég gat kennt honum sitthvað því að Kínverjar eru almennt ekki ýkja kunnugir sinni sögu. Þarna kem ég sterkt inn,“ segir Unnur. Til dæmis um þetta nefnir hún að kínverska sendiráðið á Íslandi vísi oft fyrirspurnum á hana

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar