Rannsóknir við Finnafjörð

Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Rannsóknir við Finnafjörð

Kaupa Í körfu

Í Finnafirði hafa þrír starfsmenn frá verkfræðistofunum Vista og Eflu unnið að uppsetningu á mæliog rannsóknartækjum vegna áætlana um hugsanlega stórskipahöfn í firðinum. Reiknað er með þriggja til fjögurra daga vinnu en veð- urskilyrði hafa ekki verið upp á það besta, rigning og dimm þoka. Settar eru upp veðurstöðvar beggja vegna Finnafjarðar og reistir fastmerkjastöplar til landmælinga, tveir sunnan fjarðarins og einn að norðan. Einnig eru teknar prufuholur til að kanna dýpi niður á fast og skoða jarðlög en öflug beltagrafa var á svæðinu. Friðrika Marteinsdóttir, jarð- fræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu, segir að næsta skref sé að vinna úr upplýsingum frá þessum stöðvum en veðurstöðin er þegar farin að safna gögnum. Í fyrra fóru fram rannsóknir á gróðurfari og fuglalífi á svæðinu en öllu meiri framkvæmdir eru nú í gangi með uppsetningu á þessum tækjabúnaði. Í fyrrasumar opnaði Efla verkfræðistofa starfsstöð á Þórshöfn og er hún liður í því að efla EFLU á Langanesi í tengslum við aukin umsvif á svæðinu, bæði á Þórshöfn og í Finnafirði, eins og segir á heimasíðu Eflu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar