Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Salómon
Kaupa Í körfu
Mig hefur lengi langað að safna óratóríum eftir Händel en það gengur mjög hægt sökum þess hversu umfangsmikil verk þetta eru og þar með dýr í uppsetningu,“ segir Hörð- ur Áskelsson, listrænn stjórnandi Kirkjulistahátíðar sem hefst á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 23. ágúst. Hápunktur hátíðarinnar í ár er flutningur Mótettukórs Hallgrímskirkju á óratóríunni Sal- ómon eftir G.F. Händel undir stjórn Harðar, en verkið verður frumflutt á Íslandi laugardaginn 15. ágúst kl. 19 og sunnudaginn 16. ágúst kl. 16. Með kórnum leikur Alþjóðlega barokksveitin í Haag, en konsertmeistari er Tuomo Suni. Einsöngvarar eru Robin Blaze kontratenór sem syngur Salómon konung, Þóra Einarsdóttir sópran sem syngur drottningu Salómons og fyrstu konu, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran sem syngur drottninguna af Saba og aðra konu, Benedikt Kristjánsson tenór sem syngur Zadok æðstaprest og sendiboð og Oddur Arnþór Jónsson bassi sem syngur levíta. „Þetta eru fjórir frábærir íslenskir söngvarar auk Robin Blaze sem syngur titilhlutverkið og er hokinn af reynslu,“ segir Hörður.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir