Túnfiskveiðar Íslendinga í Grindavík

Þórður Arnar Þórðarson

Túnfiskveiðar Íslendinga í Grindavík

Kaupa Í körfu

Afrakstur fyrstu veiðiferðar Jó- hönnu Gísladóttur GK á túnfiskmið suður af landinu á þessu ári var 19 stórir fiskar og var þeim landað í Grindavík í gær. Fyrstu fiskarnir fóru þegar síðdegis í gær með flugi á markaði, en aflinn fer að þessu sinni ýmist á markaði í Evrópu, Bandaríkjunum eða Japan. Við komu skipsins til Grindavíkur notaði Vísir hf. tækifærið til að kynna þennan veiðiskap, þar sem mikil áhersla er lögð á samhæfingu veiða, ferskleika hráefnis, afgreiðslu á markaði og markaðssetningu. Formleg móttaka var í húsnæði fyrirtækisins og meðal gesta voru Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi, Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Japan, og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Matreiðslumaður japanska sendiráðsins sá um að útbúa rétti eftir kúnstarinnar reglum, en túnfiskur er í hávegum hafður í Japan. Gestir fengu að bragða á forvitnilegum ferskum réttum með framandi kryddi. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., greindi frá fyrirkomulagi veiðanna, en þetta er annað árið sem Vísir hefur leyfi til túnfiskveiða. Þórður Pálmason, skipstjóri á Jó- hönnu Gísladóttur GK, og Haraldur Einarsson, 1. stýrimaður, lýstu veið- unum. Áætlað er að Jóhanna haldi á ný til veiða í dag þegar veðrinu hefur slotað

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar