Reykjavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Reykjavík

Kaupa Í körfu

Uppbygging á Brynjureitnum í mið- borg Reykjavíkur hefst eftir nokkrar vikur með niðurrifi eldri bygginga og jarðvinnu á reitnum. Brynjureitur afmarkast af Hverfisgötu í norðri, Laugavegi í suðri, Klapparstíg í vestri og Vatnsstíg í austri. Félagið Þingvangur mun byggja upp reitinn. Brynjureiturinn heitir eftir versluninni Brynju á Laugavegi 29, sem er friðað hús. Pálmar Harðarson, fjárfestir hjá Þingvangi, segir áformað að framkvæmdirnar taki 15 til 20 mánuði. Byggingarmagnið er um 8.000 fermetrar og er kostnaður á hvern fermetra um 300 þúsund, auk lóðarverðs. Lauslega áætlað kostar uppbyggingin því 2,4 milljarða. Á reitnum er ráðgert að hafa verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðir á efri hæðum. Meirihluti húsa á reitnum mun áfram standa í óbreyttri mynd en inn á milli þeirra koma ný- byggingar. Uppbyggingunni er lýst nánar í rammagrein hér til hliðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar