Milos Milojevic þjálfari Víkings

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Milos Milojevic þjálfari Víkings

Kaupa Í körfu

Þjálfari Víkings í efstu deild karla í knattspyrnu, Milos Milojevic, vissi ekkert um Ísland og því síður íslensku deildina þegar hann kom fyrst hingað til lands árið 2006 frá Serbíu. Nú, níu árum seinna, er hann næstyngsti þjálfarinn í efstu deild, aðeins tæplega 33 ára gamall. Milos hafði leikið sem atvinnumaður hjá lið- um í efstu deildum í Serbíu, þar á meðal unglingaliðum Rauðu stjörnunnar, áður en tveir félagar hans sem léku með Hamri í Hveragerði í gömlu 3. deildinni sannfærðu hann um að koma. Gæði knattspyrnunnar þar voru ekki þau sem Milos hafði átt að venjast en hann féllst þó á að vera út sumarið. „Lífið í Hveragerði var mjög fínt og það var gaman en fótboltinn var ekki sá sem ég sætti mig við,“ segir hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar