FH - Stjarnan
Kaupa Í körfu
Þann 4. október í fyrra stigu Stjörnumenn stríðsdans í Kaplakrika eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti eftir sigur gegn FH í dramatískum úrslitaleik. Í gærkvöld var hins vegar allt annað uppi á teningnum í Krikanum því Íslandsmeistarnir gengu niðurlútir og niðurbrotnir af velli eftir að hafa fengið útreið gegn FH sem lék klárlega sinn langbesta leik á tímabilinu. Tími hefndarinnar rann upp hjá leikmönnum FH sem yfirspiluðu meistarana á löngum köflum og 4:0 var síst of stór sigur miðað við hvernig leikurinn þróaðist. FH-ingar tóku fljótlega öll völd á vellinum og það má með sanni segja að Stjörnumenn hafi aldrei séð til sólar. Stjörnumenn þurftu að gera hrókeringar á liðsskipan sinni vegna leikbanna þeirra Michael Præst og Brynjars Gauta Guðjónssonar. Til að mynda spilaði Jóhann Laxdal sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í tæpt ár, Hörður Árnason lék sem miðvörður, Heiðar Ægisson á miðjunni og Pablo Punyed í stöðu vinstri bakvarðar. Þessi blanda virkaði engan veginn. Garðbæingar voru í vandræðum á öllum stöðum á vellinum á meðan FH-ingar léku við hvern sinn fingur þar sem þeir náðu hvað eftir annað að sprengja Stjörnuvörnina upp á gátt. Atli Viðar Björnsson hélt uppteknum hætti og skoraði í fjórða leiknum í röð og mark hans á 11. mínútu gaf tóninn um hvað koma skyldi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir