Skóladót
Kaupa Í körfu
Skólabyrjun Thelma Margrét í Flataskóla segir „svolítið skemmtilegt“ að byrja aftur í skólanum. Um 44.000 börn hefja nám í grunnskólum landsins í haust og á þessum árstíma er jafnan mikið að gera í ritfangaverslunum. Sumir þurfa nýjar skólatöskur, aðrir þurfa pennaveski og enn aðrir láta skóladótið frá því í fyrra duga. Ys og þys var í verslun A4 í Smáralind í gær, foreldrar og börn með innkaupalista í hendi. Stílabækur og strokleður, gráðubogar og glósubækur, reglustikur og reikningsbækur; að ýmsu þarf að hyggja áður en gengið verður inn í skólastofuna fyrsta skóladaginn. Kristján Hrafn Ingason var í versluninni í gær og skoðaði þar blá- og svartmynstraða skólatösku af miklum áhuga. „Mig langar í flottari tösku, kannski fæ ég þessa,“ sagði hann vongóður. „Góð skólataska er með smellum og er góð við bakið á manni,“ sagði Kristján Hrafn og sagðist þurfa að kaupa eitt og annað til við- bótar, eins og t.d. stílabækur, möppur, blýanta og strokleður. „En ég á líka skóladót síðan í fyrra.“ Kristján Hrafn fer í 4. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og sagði að það legðist nokkuð vel í sig að setjast á ný á skólabekk. „Ég hlakka svolítið mikið til. Mér finnst skemmtilegt í íþróttum og að reikna. Ég er ágætur í stærðfræði.“ Aðspurður segist hann lítið hafa setið við reikning í sumar. „Ég hafði ekki tíma til að reikna í sumar, ég veit ekki hvort einhver krakki reiknar á sumrin.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir