Gerðadómur kynningarfundur á Grand hóteli

Gerðadómur kynningarfundur á Grand hóteli

Kaupa Í körfu

Félag hjúkrunarfræðinga hélt í gærkvöldi kynningarfund fyrir fé- lagsmenn sína um niðurstöðu gerð- ardóms. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræð- inga, flutti ávarp á fundinum en í máli hans kom fram að miðað við að- stæðurnar og það sem á undan var gengið væri hann sæmilega sáttur. Hann sagði að svo miklar launahækkanir hefðu aldrei fengist við samningaborðið, 14.000 krónum hefði munað á markmiði samninganefndar og niðurstöðu gerðardóms, en að tækifæri væru til frekari hækkana á samningstímanum, með- al annars með stofnanasamningum. Í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn sagðist hann þó ekki vita hvort hækkanirnar væru nægjanlegar til þess að hjúkrunarfræðingar drægju til baka uppsagnir sínar. Það yrði hver og einn að gera upp við sig. isak@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar