Björgunarsveitir - Slysavarnafélagið Landsbjörg - Hálendisvaktin

Sigurður Bogi Sævarsson

Björgunarsveitir - Slysavarnafélagið Landsbjörg - Hálendisvaktin

Kaupa Í körfu

Björgunarsveitarmenn sem sinna svonefndri Hálendisvakt á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa það sem af er sumri sinnt nærri 300 verkefnum af ýmsum toga, þar sem ferðafólki til fjalla hefur verið komið til aðstoð- ar. Ótalin eru þá ýmis viðaminni mál og aðstoð af ýmsum toga. Engin stórmál hafa þó komið upp né þurft að fara í umfangsmiklar aðgerðir, við leit eða björgun. „Þetta sumar hefur verið annasamt og mikilvægi þess að við höfum mannskap á hálendinu yfir sumarið verður æ betur ljóst,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu, í samtali við Morgunblaðið. Hálendisvaktin hófst í júlíbyrjun og stendur til komandi mánaðamóta. Gert út frá þremur stöðum Í sumar hafa björgunarsveitarmenn gert úr frá þremur stöðum á hálendinu. Einn hópur er í Landmannalaugum og sinnir Fjallabaksleiðum, Veiðivatnasvæðinu og öðrum nærliggjandi svæðum. Þeir sem standa vaktina í Nýjadal sinna Sprengisandsleið og í Drekagili er sveit sem tekur verkefni á svæðinu norðan Vatnajökuls. Þá var lengi vakt á Kjalvegi, sem nú hefur verið lögð af enda er vegurinn þar greið- farinn og ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu þar sem fólk getur leitað aðstoðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar