Helgi Þorgils sýnir í Hallgrímskirkju

Einar Falur Ingólfsson

Helgi Þorgils sýnir í Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

Á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju var á föstudaginn var opnuð áhrifamikil sýning á málverkum og postulínsgripum eftir Helga Þorgils Frið- jónsson. Sýninguna kallar hann Fimm krossfestingar, ský og marmara og má segja að öll kirkjan sé virkjuð á sýningunni. Bak við altarið er átta metra langt málverk í fimm hlutum sem sýnir fimm krossfestingar og ber sá krossfesti svipmót listamannsins. Í kirkjuskipinu miðju svífur stórt skýjamálverk yfir höfðum gesta, aftar eru málverk til annarrar hliðar og þá er lítil postulínsstytta á stöpli við hlið hinnar kunnu Kristsmyndar Einars Jónssonar myndhöggvara – Helgi Þorgils segir það vera skissu sína að verki Einars. Í fordyri kirkjunnar er mikil gesta- þröng alla daga, þar sem ferðalangar slangra inn og út og standa í röð við lyftuna upp í turninn. Þar eru meðal annars fleiri krossfestingarverk, verk sem sýnir efasemdir lærisveinsins Tómasar, þar sem hann rekur fingur í síðusár, ekki Krists af holdi og blóði heldur marmarastyttu; þar er líka samsett verk úr málverkum og keramiksúlu sem sýnir gjörning listamannsins og á öðrum stöplum eru rauðar hendur með digrum nagla gegnum lófann. Þá eru uppi við loft fjórtán lítil málverk sem listamað- urinn kallar „Fjórtán stöðvar“, með undirtitilinn „How to Teach a Dead Crab Crab About Art.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar