Hrefna Gunnsteinsdóttir - Keta - Ketubjörg - Skagafjörður - Norð

Sigurður Bogi Sævarsson

Hrefna Gunnsteinsdóttir - Keta - Ketubjörg - Skagafjörður - Norð

Kaupa Í körfu

Nýjar sprungur eru að myndast í Ketubjörgum á Skaga, en sem kunnugt er hefur hár klettur klofið sig frá bjarginu sjálfu og allt bendir til að hann molni niður og falli frá fastalandinu fyrr en síðar. Klettur þessi er 60-70 metra hár, en það var í febrúar á þessu ári sem heimafólk á Ketu varð þessa fyrst vart. Grannt hefur verið fylgst með framvindu mála síðan og nokkur viðbúnaður hafður. Örfáa metra frá þjóðvegi „Að undanförnu höfum við séð hvernig er að losna meira um bergið. Kletturinn sem nú skríður fram er við Fálkabakka upp af svonefndri Innri-Bjargavík. Aðeins örfáum metrum þar utan eða norðan við er þróunin hin sama. Nú eru þar komnar sprungur í klettana og sennilega gerist eitthvað í framhaldinu,“ segir Hrefna Gunnsteinsdóttir, bóndi á Ketu. Sá bær er á Skaga, um 40 kílómetrum norðan við Sauðárkrók. Og það er aðeins örfáa metra frá veginum um Skaga sem hrynur úr berginu. Í því sambandi bendir Hrefna á að fyrr á árunum hafi þurft að færa veginn á þessum slóðum til og af því megi ráða að þróunin sé öll til sömu áttar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar