Harpan Patti Smith tónleikar

Harpan Patti Smith tónleikar

Kaupa Í körfu

Röddin er vissulega orðin hrjúfari með árunum og hármakkinn hvítari, en orkan sem listakonan Patti Smith býr yfir virðist óþrjótandi. Á tónleikum sínum fyrir troðfullum Eldborgarsal Hörpu síðastliðið mánudagskvöld sannaði hún að aldur er svo sannarlega afstæður, enda ekki að sjá að konan sem söng og dansaði af fítonskrafti á sviðinu fagni 69 ára afmæli sínu í desember næstkomandi. Á leið út úr salnum að tónleikum loknum mátti heyra uppnumda tónleikagesti hafa orð á því að þeir óskuðu þess að vera svo lánsamir að búa yfir sama krafti og lífsorku þegar þeir næðu Patti Smith í aldri. Eftir að hafa lesið umsagnir margra erlendra tónlistarrýna um Horses-tónleikatúrinn á meginlandinu mátti ljóst vera að Patti Smith væri í toppformi og flutningurinn á plötunni frægu sem kom henni á kortið fyrir 40 árum væri einstakur viðburður sem enginn tónlistarunnandi mætti láta framhjá sér fara. Tónleikar Smith í Hörpu voru þeir síðustu í þriggja mánaða löngu tónleikaferðalagi með Horses um Evrópu. Með Smith í för voru gítarleikararnir Jack Petruzzelli og Lenny Kaye, bassaleikarinn Tony Shanahan og trommuleikarinn Jay Dee Daugherty, en þrír síðastnefndu hljóðfæraleikararnir hafa starfað með Smith um áratuga skeið. Petruzzelli og Shanahan skiptust á að grípa í hljómborðið auk þess sem Daugherty greip í bassann í laginu „Elegie“ og undir lok tónleikanna bættist dóttir Smith, Jesse Paris Smith, í hópinn á hljómborð. Fram kom í máli Smith að þær mæðgur hygðust eyða nokkrum frí- dögum hérlendis og fara á hestbak, auk þess sem til stæði að verða sér úti um hund sem nefndist Snati og skoða landið í fylgd hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar