Sendiherra Rússlands kemur á Bessastaði til viðræðna við forseta

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sendiherra Rússlands kemur á Bessastaði til viðræðna við forseta

Kaupa Í körfu

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær fund með sendiherra Rússlands, Anton Vasiliev, um stöðuna í viðskiptum landanna eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann á fisk frá Íslandi. Á heimasíðu forsetaembættisins segir að rætt hafi verið „um ýmsar leiðir sem gætu skref fyrir skref leitt til lausnar í ljósi þess að í báðum löndunum væri ríkur vilji til að varðveita langvarandi og gagnkvæma viðskiptahagsmuni þrátt fyrir tímabundinn ágreining um önnur mál“. Ekki náðist í forseta Íslands eða sendiherrann til að leita nánari fregna af fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar