KR - ÍBV fótbolti kvenna

KR - ÍBV fótbolti kvenna

Kaupa Í körfu

KR-ingar unnu mikilvægan sigur á ÍBV í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Alvogenvellinum í gær. Lokatölur í leiknum urðu 2:1 KR í vil sem endurheimtir þar með fimm stiga forystu sína á Aftureldingu sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Það voru Sigríður María Sigurð- ardóttir og Chelsea A. Leiva sem skoruðu mörk KR, en Þórhildur Ólafsdóttir skoraði mark ÍBV. KR er eftir þennan sigur með níu stig í áttunda sæti deildarinnar á meðan ÍBV siglir lygnan sjó með 22 stig í fimmta sæti deildarinnar. Afar mikilvægur sigur „Þetta var mjög mikilvægur sigur í kvöld. Þetta er eitt skref nær því að halda sæti okkar í deildinni, sem er okkar markmið. Því var þessi sigur í kvöld virkilega kærkominn,“ sagði Margrét María Hólmarsdóttir, fyrirliði KR, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær. „Það var liðsheildin sem skóp þennan sigur. Við unnum vel fyrir hver aðra og börðumst um alla bolta. Vinnuframlag leikmanna í kvöld skilaði þessum sigri,“ sagði Margrét María enn fremur. „Við tókum aðeins til í hausnum á okkur. Við erum með mjög gott lið sem er frekar ungt og óreynt. Þetta er búið að vera kaflaskipt sumar hjá okkur, þar sem við spiluðum mjög vel í sumum leikjum en svo ekki eins vel í öðrum. Það gekk allt upp hjá okkur og við verðum við bara að byggja ofan á þetta sjálfstraust og spilamennsku,“ sagði Margrét María, spurð um hvað hafi breyst í spilamennsku KR liðsins frá undanförnum leikjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar