Ármúli 5 og 7
Kaupa Í körfu
Fjárfestar hafa keypt hluta af fasteigninni Ármúla 5 í Reykjavík með það fyrir augum að láta innrétta þar hótel. Kaupverð fasteignarinnar var sagt vera trúnaðarmál. Byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykkti í fyrradag umsókn um leyfi til að breyta hluta af Ármúla 5 úr verslun og þjónustu í hótel. Verð- ur gluggum jafnframt breytt á norð- urálmu hússins. Áætlað er að 37 til 40 herbergi verði á hótelinu. Fasteignin skiptist í þrjár einingar og er um að ræða bakhús sem snýr til norðvesturs. Byggingin er á horni Ármúla og Hallarmúla og er Gigtarfélag Íslands þar meðal annars með aðstöðu. Verði tilbúið fyrir vorið 2016 Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áformað að búið verði að breyta húsnæðinu fyrir næsta vor þannig að hægt verði að hefja þar rekstur hótels fyrir sumarið 2016. Ekki hefur verið gengið frá samkomulagi við rekstraraðila og er því ekki ljóst undir hvaða merkjum hótelið verður rekið. Ætlunin er að hótelið verði þriggja til fjögurra stjarna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir