Mynd af OZ-liðum

Styrmir Kári

Mynd af OZ-liðum

Kaupa Í körfu

6 6°Norður efndi fyrir rúmri viku til vísbendingaleiks, sem ber heitið Leitin að Hvannadalshnúk. Gefnar voru vísbendingar sem gáfu til kynna, hvar úlpuna Hvannadalshnjúk væri að finna á höfuðborgarsvæðinu. Úlpan fannst á endanum steinsnar frá verslun 66°Norður, í Flatahrauni í Hafnarfirði, eftir að gefnar höfðu verið níu vísbendingar og tvær aukavísbendingar. Samheldinn hópur starfsmanna hugbúnaðarfyrirtækisins OZ fann hana eftir veruleg heilabrot í nokkra daga. Hrafn Eiríksson fer fyrir hópnum og ræddi við Morgunblaðið. „Úlpan var í ísskáp sem lá á bakinu í hrauninu, með keðju utan um sig og talnalás. Ég sló inn hæð Hvannadalshnjúks í metrum, þ.e. 2110 og þá opnaðist lásinn. Við fögnuðum eins og lítil börn þegar skápurinn opnaðist,“ segir Hrafn hlæjandi en hann sagði seinni aukavísbendinguna hafa komið þeim endanlega á sporið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar