Gerður Róbertsdóttir - Árbæjarsafn - Hjáverkin

Gerður Róbertsdóttir - Árbæjarsafn - Hjáverkin

Kaupa Í körfu

Metnaðarfull dagskrá verð- ur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur á Menningarnótt. Bæði í Sjóminjasafninu, Ljósmyndasafninu og á Landnámssýningunni verður margt um að vera, og einnig hægt að skoða áhugaverðar sýningar í Árbæjarsafni. Gerður Róbertsdóttir er verkefnisstjóri munavörslu hjá Borgarsögusafninu og tók þátt í að setja upp í Árbæjarsafni sýninguna Hjáverkin – Atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900- 1970. „Eins og titill sýningarinnar ber með sér erum við þar að vekja athygli á þeirri miklu vinnu sem fór fram inni á heimilum fólks. Þegar þéttbýli tók að myndast hér á landi verða ákveðin skil í sögu íslenskra kvenna,“ útskýrir Gerður. „Fólk flytur úr sveitinni á mölina, eins og það var kallað, karlarnir fóru út að vinna en konurnar urðu eftir heima. Oft voru þær bundnar við heimilisrekstur og uppeldisstörf, en óskráðar reglur í samfélaginu sögðu konum að þær ættu ekki að vera úti á vinnumarkaði. Létu konurnar þetta ekki stoppa sig í að búa til sín eigin atvinnutækifæri innan veggja heimilisins með framleiðslu og ýmiss konar þjónustu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar