Jón í Árholti við bindivélina

Atli Vigfússon

Jón í Árholti við bindivélina

Kaupa Í körfu

Jón í Árholti við bindivélina. „Sólin og sumarið virðast vera í verkfalli,“ sagði Jón Gunnarsson, sauðfjárbóndi og verktaki í Árholti á Tjörnesi, á dögunum þegar búið var að vera margra vikna þurrkleysi, þokur og rigningar í Þingeyjarsýslum. Þetta er þriðja sumarið sem Jón rúllar heyi fyrir bændur, en það er að hans sögn mjög erfitt að skipuleggja sig þegar illa viðrar svo lengi sem raunin varð á. „Það erfiða er að allir vilja rúlla á sama tíma þegar loksins styttir upp og þá þarf helst að vinna allan sólarhringinn ef vel ætti að vera,“ segir Jón, en hann er ýmsu vanur og finnst það ekkert erfitt að rúlla til kl. 2 á nóttunni ef svo ber undir. Nú hefur brúnin á bændum heldur betur lyfst því að þurrt hefur verið að mestu í nokkra daga fyrir utan nokkrar skúrir sem hafa fallið á víð og dreif. Heyskapur hefur því gengið vel þessa vikuna og vonandi verð- ur framhald á því, enda voru Þingeyingar orðnir langeygir eftir sumri sem nú virðist loksins komið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar