Álfhóll Kópavogur - Hóllinn er við Álfhólsveg 102

Álfhóll Kópavogur - Hóllinn er við Álfhólsveg 102

Kaupa Í körfu

Í Kópavogi má finna nokkra staði sem skírskotun hafa til sagna og munnmæla. Einn þeirra er Álfhóll sem jafnframt er þekktasti bústaður álfa þar í bæ. Álfhóll er um það bil þriggja metra hár, jökulsorfinn klapparhóll og nýtur hann, ásamt lóð númer 102 við Álfhólsveg, bæjarverndar, en lóð sú liggur næst hólnum. Ýmsar sögur eru til af Álfhóli og átti ein upptök sín í kringum árið 1973 þegar verktakafyrirtæki vann að hitaveitulögn þar við. „Kom þangað steypubíll og átti að setja steypu í stokkinn. Bílstjórinn keyrði þá hring í kringum hólinn og yfir steinana að sunnanverðu,“ segir Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Álfaskólans, og bendir á að dularfullur atburður hafi því næst gerst. „Tókst þá bíllinn á loft og féll á hliðina.“ Að sögn hans er engin augljós skýring á því hvernig steypubíllinn valt önnur en sú að þar hafi álfar átt hlut að verki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar