Nýr golfskáli GKG
Kaupa Í körfu
„Við erum að byggja íþróttamiðstöð á tveimur hæðum og verður hún rúmir 1.400 fermetrar,“ segir Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG), en um er að ræða bæði fullkomna inniaðstöðu til æfinga og almenna aðstöðu fyrir félagsmenn. Fyrsta skóflustungan var tekin sl. febrúar og eru verklok áætluð í mars á næsta ári. Er önnur hæð hússins nú tekin að rísa og segir Guðmundur menn vongóða um að þak verði komið á íþróttamiðstöðina 1. september. Meðlimir klúbbsins telja um 1.900 og segir Guðmundur klúbbinn fullan. „Með nýjum skála gætum við auðvitað verið með mun fleira fólk en vellirnir bera ekkert mikið meira en þetta. Maður þarf líka alltaf að hugsa um sína félagsmenn og tryggja að allir geti spilað,“ segir hann. khj@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir