Of monsters and men tónleikar í Hörpu

Of monsters and men tónleikar í Hörpu

Kaupa Í körfu

Í slenska spútnikhljómsveitin Of Monsters and Men hélt fyrri tónleika sína af tveimur í Eldborg í fyrrakvöld. Velgengni sveitarinnar hefur verið með hreinum ólíkindum. Hún fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum árið 2010 og fyrsta breiðskífa hennar, My Head Is an Animal, kom út rúmu ári síðar. Vorið 2012 kom hún svo út erlendis og skaust beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans yfir mest seldu plötur þar í landi. Ævintýrið sem á eftir fylgdi ættu flestir Íslendingar að þekkja, hljómsveitin hefur farið í viðamiklar tónleikaferð- ir víða um heim og lög hennar hljómað í Hollywood-myndum. Í vor kom svo út önnur breiðskífa, Beneath the Skin, sem gerði betur en sú fyrri, fór beint í þriðja sæti Billboard-listans

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar