Vídalínskirkja Garðarbæ
Kaupa Í körfu
Fyrir 15 árum komu nokkrir söngelskir eldri borgarar í Garðabæ saman og stofnuðu kór sem nefndur er Garðakórinn. Allar götur síðan hefur hann æft í safnaðarheimili Vídalínskirkju og heldur kórinn reglulega tónleika og fer í tónleikaferðir vítt og breitt um landið. Stjórnandi Garðakórsins er Jó- hann Baldvinsson organisti en lengstan feril í kórnum á að baki Helgi K. Hjálmsson. Hefur hann verið þar frá upphafi. „Við erum í dag um 30 í kórnum og hann er vel syngjandi. Það sem við höfum fram yfir ýmsa aðra kóra er að við erum með sex tenóra og þrjá bassa,“ segir Helgi og bætir við að hópurinn æfi saman einu sinni í viku. Óhætt er að segja að Garðakórinn sé í góðri æfingu því að hann er mjög iðinn við að syngja við messur og á mannamótum. „Við förum síðan einu sinni á ári í gott ferðalag út á land. Þá reynum við að hitta aðra kóra eldri borgara,“ segir hann. „Það má finna kór í nær öllum byggðarlögum.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir