Grænlenskar stelpur
Kaupa Í körfu
Mörg grænlensk ungmenni sem fara í háskóla velja að gera það í Danmörku. Þar er námsúrval meira en í heimalandinu, margir Grænlendingar eiga þar skyldmenni og námsstyrkir eru góðir. Þetta segja grænlensku stúlkurnar Malu Rosing, Claudia E. Eriksen, Iluuna Heilmann og Arnaaraq Hansen í samtali við Morgunblaðið. Þær telja Grænlendinga geta lært mikið af Íslendingum og segja það tímabært að Grænland líti á Ísland sem fyrirmynd enda séu löndin líkari hvað mjög margt varðar heldur en Danmörk og Grænland. Stúlkurnar fjórar, sem eru á aldrinum 17 til 24 ára, eru staddar á Íslandi um þessar mundir á vegum háskólaverkefnisins NuukAkureyri. Verkefninu er ætlað að vekja athygli nemenda í báðum sveitarfélögunum á möguleikanum á að sækja menntun í hinu sveitarfélaginu. Claudia Eldevig Eriksen, 19 ára, segir að það hafi lengi staðið til hjá henni að afla sér háskólamenntunar á Íslandi, og eftir heimsóknina er stefnan sett á Háskólann á Akureyri. Í ferðinni hittu þær til að mynda Grænlendinga sem eru við nám í Háskólanum á Akureyri, en fyrir heimsóknina vissu þær ekki um neinn samlanda sinn sem hafði farið til Íslands í háskóla. Verkefnið er styrkt af Heimskautaréttarstofnuninni, Arngrími Jóhannssyni, Flugfélagi Íslands og Rótarýklúbbi Eyjafjarðar. ash@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir