Hlégarður - Mosfellsbær

Hlégarður - Mosfellsbær

Kaupa Í körfu

Í hjarta Mosfellsbæjar má finna hið sögufræga hús Hlégarð, sem fyrst var tekið í notkun árið 1951. Voru þar lengi haldin sveitaböll og annars konar skemmtun, en fyrr á þessu ári tóku nýir rekstraraðilar við. Hafa þeir allar götur síðan unnið að endurbótum. „Við erum að gera húsið upp í samstarfi við Mosfellsbæ,“ segir Ísólfur Haraldsson, annar tveggja rekstraraðila Hlégarðs, og bætir við að til standi að efla lista- og menningarlíf í sveitarfélaginu til muna. Að auki á í Hlégarði að vera veitingaþjónusta og aðstaða fyrir hina ýmsu viðburði, svo sem fundarhöld. „Einnig bjóðum við fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum upp á þjónustu þar sem við skipuleggjum viðburðinn í heild sinni, hvort sem það er veisla, árshátíð eða eitthvað annað,“ segir hann. Áformað er að húsið verði fullendurgert eftir um tvö ár. khj@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar