Cadillac - klúbburinn með sýningu við Hörpu

Cadillac - klúbburinn með sýningu við Hörpu

Kaupa Í körfu

Það vantaði ekki fegurðina á planið fyrir framan Hörpu á Menningarnótt síðastliðinn laugardag. Þá hélt Cadillac-klúbburinn veglega sýningu þar sem hver dýrgripurinn stóð við annan. Hellidembu gerði á gesti borgarinnar á þessari stærstu útihátíð ársins hér á landi, ef svo má segja, en það dró ekki móðinn úr gestum og gangandi og fjölmargir virtu fyrir sér dýrðina við Hörpu undan skjólgóð- um regnhlífum. Annars segja myndir vitaskuld meira en mörg orð og því rétt að láta hina dásamlegu dreka, Kádiljákana, hafa orðið. Njótið vel

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar