Akranesviti - Hilmar Sigvaldason

Sigurður Bogi Sævarsson

Akranesviti - Hilmar Sigvaldason

Kaupa Í körfu

Akranesviti, fremst á Flösinni á Skipaskaga, er vinsæll viðkomustaður. Hilmar Sigvaldason fékk vitann til afnota árið 2012 í því skyni að fólki gæfist kostur á að skoða mannvirkið, sem setur sterkan svip á bæinn. Raunar eru tveir vitar á þessum slóðum, annar 10 metra hár sem reistur var árið 1918 en hinn, sem hér er til umfjöllunar, er aðeins ofar á Flösinni. Var byggður árið 1944 og er 23ja metra hár. „Þegar fólk fór að sækja hingað vaknaði sú hugmynd að vitinn gæti verið ákjósanlegur vettvangur fyrir ýmsa listviðburði,“ segir Hilmar vitavörður, sem hefur hýst fjölmarga listamenn í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar