Akranes - Jón Guðmundsson

Akranes - Jón Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Jón Guðmundsson, garðyrkjufræð- ingur og Skagamaður, er ekki þekktur fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur um árabil stundað ávaxta- og grænmetisrækt í hjáverkum með góðum árangri og ræktað ýmsar tegundir sem fæstir myndu telja að þrifust hér. Hann ætlar nú að færa búskapinn á næsta stig og er í viðræðum við bæjaryfirvöld um að reisa gróðurhús og aðstöðu til útiræktar. „Þetta er í vinnslu í kerfinu og hefur verið í dágóðan tíma,“ segir Jón. „Við stefnum á að rækta ávexti og grænmeti, helst til manneldis, en einnig plöntur til sölu. Við prófum hvað gengur vel og snúum okkur svo að því síðar sem vel gengur. Á Akranesi er hægt að rækta flest, en við höfum verið að prófa okkur áfram með harðgerðari tegundir á borð við kirsuberjaepli, plómur og annað slíkt. Þetta er hugsað sem stækkun á því.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar