Akranes - Ingibjörg Valdimarsdóttir
Kaupa Í körfu
„Við fengum styrk til að hanna sérhannaða veflausn sem gerir okkur kleift að opna útibú hvar sem er í heiminum,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Ritara, vaxandi sprotafyrirtækis sem býður upp á heildarlausnir í skrifstofumálum, s.s. ritaraþjónustu og símsvörun. Fyrirtækið vinnur nú að því að kanna hvort markaðir í Norður-Evrópu geti reynst því farsælir. „Það er nauðsynlegt að kanna það vel og þá einnig hvort einhver lönd í Evrópu henta okkur betur en önnur.“ Aðspurð segir Ingibjörg fyrirtækið stefna að fremur lítilli yfirbyggingu erlendis á meðan áhersla verður lögð á aukna starfsemi hér á landi. „Ef við finnum vænlegan markað í Evrópu munum við ráða fólk til vinnu hér heima til þess að svara í síma fyrir þann markað. Þannig viljum við stuðla að aukinni atvinnu í sveitarfélaginu okkar.“ khj@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir