Akranes - Akratorg
Kaupa Í körfu
Akratorgið var tekið í gagngera yfirhalningu í fyrra. Breytingarnar þykja almennt hafa tekist vel upp og myndað skemmtilegan viðverustað í hjarta Akraness. Kristbjörg Traustadóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun, er ein þeirra sem komu að hönnuninni. Hún segir mikið hafa verið lagt í það að skapa þægilegt umhverfi með fjölbreytta möguleika. „Við göngum alltaf út frá því að við séum að hanna fyrir fólk og við höfum að leiðarljósi hvernig torgin eru notuð. Það eru bekkir, grasflatir og lágir veggir á torginu sem fólk tyllir sér á og getur horft á það sem er að gerast hverju sinni,“ segir hún. Nýr gosbrunnur setur mikinn svip á torgið, en hann er liður í því að fá fólk til þess að staldra þar við. „Vatnið er mjög áhrifaríkt og fólk stöðvar við gosbrunninn og horfir og hlustar og börn leika sér við hann. Fólk hefur þá eitthvað svolítið lifandi að horfa á, ekki eintóma steinsteypu. Svo horfum við líka á þær leiðir sem fólk er á þegar það fer um torgið og hvernig það nýtist sem samgönguás í bænum. Ég held að það hafi tekist vel upp að skapa þarna miðbæjartorgsmenningu sem var ekki til staðar.“ Kennararnir Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir brugðu búi sínu við Brekkubæjarskóla til Morgunblaðið/Eggert Glæsilegt Ráðist var í gagngerar endurbætur á torginu en Sjómaðurinn stendur þó enn vaktina. Akratorg gengur í endurnýjun lífdaga Glæða gamla miðbæinn nýju lífi með fjölbreyttri dagskrá Jón Guðmundsson, garðyrkjufræð- ingur og Skagamaður, er ekki þekktur fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur um árabil stundað ávaxta- og grænmetisrækt í hjáverkum með góðum árangri og ræktað ýmsar tegundir sem fæstir myndu telja að þrifust hér. Hann ætlar nú að færa búskapinn á næsta stig og er í viðræðum við bæjaryfirvöld um að reisa gróðurhús og aðstöðu til útiræktar. „Þetta er í vinnslu í kerfinu og hefur verið í dágóðan tíma,“ segir Jón. „Við stefnum á að rækta ávexti og grænmeti, helst til manneldis, en einnig plöntur til sölu. Við prófum hvað gengur vel og snúum okkur svo að því síðar sem vel gengur. Á Akranesi er hægt að rækta flest, en við höfum verið að prófa okkur áfram með harðgerðari tegundir á borð við kirsuberjaepli, plómur og annað slíkt. Þetta er hugsað sem stækkun á því.“ Morgunblaðið/Eggert Rækt Jón Guðmundsson fyrir framan stóran og myndarlegan kirsuberjarunna. Áformar næstu útfærslu ávaxtaræktar á Skaganum „Við fengum styrk til að hanna sérhannaða veflausn sem gerir okkur kleift að opna útibú hvar sem er í heiminum,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Ritara, vaxandi sprotafyrirtækis sem býður upp á heildarlausnir í skrifstofumálum, s.s. ritaraþjónustu og símsvörun. Fyrirtækið vinnur nú að því að kanna hvort markaðir í Norður-Evrópu geti reynst því farsælir. „Það er nauðsynlegt að kanna það vel og þá einnig hvort einhver lönd í Evrópu henta okkur betur en önnur.“ Aðspurð segir Ingibjörg fyrirtækið stefna að fremur lítilli yfirbyggingu erlendis á meðan áhersla verður lögð á aukna starfsemi hér á landi. „Ef við finnum vænlegan markað í Evrópu munum við ráða fólk til vinnu hér heima til þess að svara í síma fyrir þann markað. Þannig viljum við stuðla að aukinni atvinnu í sveitarfélaginu okkar.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdastjóri Ingibjörg Valdimarsdóttir kannar nú ýmis tækifæri. Skoða sóknarfæri í Evrópu Bæjarlistamaður Akraness í ár, Gyða Jónsdóttir Wells, liggur ekki á því að Akranes sé fyrst og fremst fótboltabær. Það kemur kannski fáum á óvart, enda opinbert leyndarmál ef það er leyndarmál yfirleitt. Hún og átta aðrir listamenn eru þó að gera tilraun til þess að hnekkja einokun knattspyrnunnar á menningarvitund bæjarins og vinna listinni hærri sess. Þau hafa fengið inni í gömlu sementsverksmiðjunni, sem nú tilheyrir bæjarfélaginu, og starfa þar lauslega saman undir heitinu Samsteypan. „Þetta var góð viðleitni hjá bænum. Við fengum þetta 1. febrúar og það er mikið líf og mikið að gera. Hér eru ýmiss konar myndlistamenn og ég er með skúlptúra,“ segir Gyða. „Tónlistin hér er í góðu formi en allt annað sem heitir listir eða menning er eiginlega ekki fyrir hendi. Nú er þetta þó kannski að glæðast og við ætlum tvær að vera með sýningu á Vökudögum í lok október.“ Það þarf pláss fyrir annað en fótbolta Listsköpun í gömlu verksmiðjunni Morgunblaðið/Eggert Samsteypan Gyða Wells og María Óskarsdóttir á vinnustofunni í gömlu sementsverksmiðjunni á Akranesi. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 Saga líknandi handa g SÝNINGIN ER OPIN ALLA DAGA FRÁ KL. 13-17 Á SAFNASVÆÐINU Í GÖRÐUM Á AKRANESI Saga líknandi handa Sýningin Saga líknandi handa er tileinkuð 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega sögu heilbrigðisþjónustunnar og nokkrum stórbrotnum konum gerð skil í máli og myndum. Allir hjartanlega velkomnir SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS Akranes er níunda fjölmennasta sveitarfélag landsins, með um 6.800 íbúa. Byggðarsaga þar nær allt aftur til landnáms, en Írar námu þar land á fyrstu árum Íslandsbyggðar. Akranes dregur nafn sitt af kornrækt og akuryrkju sem þótti heppileg á hinu frjósama landi sem er á nesinu. þess að elta gamlan draum um að reka kaffihús. Skökkin Café við Akratorg varð til úr því. Hafdís segir ákveðna geðveiki í öllum sem fari út í svona rekstur, en þær lýsa sér sem miklum kaffihúsarottum. Þær höfðu trú á hugmyndinni en Hafdís segir það ákveðinn galdur að búa til rétta stemningu á staðnum svo að fólki líði vel, staldri þar við og fái sér annan kaffibolla, en þeim hafi boðist góður staður og ákveðið að opna þar. Hildur tekur þar undir. „Hér í bænum eru flottir staðir sem bjóða upp á kaffi en okkur langaði að reyna að fanga ákveðna stemningu sem fylgir því að sitja á kaffihúsi. Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar og virðist staðurinn og staðsetning hans falla vel í kramið enda mikið líf og fjör á torginu.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir