Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Kaupa Í körfu

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er einn af vinsælustu ferðamannastöð- um landsins. Ísjakarnir sem falla úr jökulstáli Breiðamerkurjökuls í lónið eru um átta hundruð til þúsund ára gamlir eftir að hafa fallið sem snjór á jökulinn. Á Sturlungaöld bárust menn á banaspjótum og á sama tíma féll snjórinn á jökulinn, sem nú bráðnar hraðar en áður. Boðið er upp á skipulagðar ferðir daglega og njóta ferðamenn þess að sigla um lónið innan um jakana. Þar er auk þess mikið fuglalíf og sérstaklega nýtur krían sín í þessu umhverfi. Mikil dulúð ríkir í lóninu og þar eiga selir sér athvarf. Þeir njóta þess að hvíla sig á jökum sem eru á leið til hafs, virða fyrir sér náttúruna og þar sem þeir þekkja umhverfið vel eru þeir sérlega spakir. Þegar ísjakarnir ná til hafs kastar aldan þeim í fjöruna þar sem þeir slípast eins og demantar, bráðna og hringrás vatnsins um jörðina heldur áfram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar