Ljómalind

Guðrún Vala

Ljómalind

Kaupa Í körfu

Ljómalind er matar- og handverksmarkaður staðsettur við Brúartorg 4 í Borgarnesi, þar sem áhersla er lögð á matvöru beint frá býli og að skapa vettvang fyrir matvörur og handverk frá Vesturlandi. Upphaflega voru það 12 konur af Vesturlandi sem byrjuðu með jólamarkað árið 2012 og ákváðu síðan að halda áfram með sölumarkað rekinn með samvinnuhugsjóninni. Eva Hlín Alfreðsdóttir viðskiptafræð- ingur var ráðin framkvæmdastjóri Ljómalindar sl. vor og segir reksturinn vera spennandi áskorun. „Þetta eru svokölluð „nonprofit“ samtök sem standa að Ljómalind með alls 15 rekstrarað- ilum, auk þess sem við höfum vörur margra söluaðila í umboðssölu. Skilyrði er að vörurnar séu framleiddar á Vesturlandi. Allir rekstraraðilarnir vinna sjálfboðaframlag á markaðnum en mitt hlutverk er að sjá um daglegan rekstur, halda utan um sjálfboðaframlögin og önnur starfsmannamál, sinna markaðssetningu og framfylgja ákvörðunum stjórnar,“ segir Eva Hlín og bætir við að þar sem hún sé jafnframt einn af þessum 15 aðilum skili hún líka sjálfboðaframlagi. „Eftir að við fluttum hingað á Brúartorg í maí sl. hefur allt umfang aukist svo um munar. Fleiri gestir líta inn, heimamenn koma oftar og fjöldi söluaðila hefur aukist mjög,“ segir hún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar