Hulda Þórey

Hulda Þórey

Kaupa Í körfu

Það var árið 2001 að Hulda Þórey Garðarsdóttir fluttist með manni sínum og tveimur ungum börnum til Hong Kong. Maðurinn vann fyrir Sæplast, sem nú er Promens, og var ætlunin að byggja upp starfsemina í Kína. Síðan þá hafa bæst við tvö börn og eiginmað- urinn er í dag sjálfstætt starfandi og vinnur mestmegnis á Íslandi. Elstu börnin tvö eru í menntaskóla á Akureyri en þau yngri með Huldu, mestmegnis í Hong Kong. Spurð hvernig hún reyni að skipuleggja fjölskyldulífið svona þvert yfir hnöttinn segir Hulda að oft verði að láta tilviljun ráða hversu margar samverustundirnar séu. „Þegar krakkarnir eru í fríi skjótumst við annaðhvort frá Hong Kong yfir til Íslands eða frá Íslandi til Hong Kong. Þannig þarf bara hálf fjölskyldan að ferðast þvert yfir hnöttinn og til baka.“ Strax við komuna árið 2001 sá Hulda að hún vildi ekki sitja auð- um höndum. Hún var þá nýbúin að ljúka ljósmóðurnámi og vildi svo heppilega til að henni stóð til boða að taka yfir eins manns rekstur á þessu sviði. Fyrirtækið heitir Annerley (www.annerley.com.hk) og býður upp á margs konar stuðning við verðandi foreldra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar