Rithöfundur af íslenskum ættum
Kaupa Í körfu
Brian Borgford starfaði sem kennari í Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar í 12 ár áður en hann flutti til Calgary í Kanada í fyrra og fór á eftirlaun. Hann er nú á Íslandi að safna upplýsingum í bók um afa sinn, Þorstein Borgford, sem flutti 12 ára með foreldrum sínum, Sæmundi Jónssyni og Helgu Gísladóttur frá Árdal, skammt frá Hvanneyri í Borgarfirði, til Gimli í Manitoba í Kanada 1886. „Ég hef orðið margs vísari,“ segir Brian, sem hefur unnið í rúmt ár við gagnasöfnun víðs vegar í Kanada. „Ég geri mér vonir um að fylla í síð- ustu götin hér á Íslandi,“ heldur hann áfram og bætir við að þau hjónin hafi meðal annars farið í dagsferð með skyldfólki á slóðir forfeðranna í Borgarfirði og hann hafi eytt drjúgum tíma á Þjóðminjasafninu til þess að kynna sér söguna og setja sig inn í anda Borgarfjarðar á 19. öld.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir