Æfing Ungfrú Ísland

Styrmir Kári

Æfing Ungfrú Ísland

Kaupa Í körfu

Ungfrú Ísland fer fram þann 5. september, en keppnin verður þá endurvakin eftir að hafa legið í dvala í tvö ár. Keppnin er gríðarlega vinsælt umræðuefni og hafa flestir skoð- un á henni. Alls eru 19 þúsund áskrifendur að Snapchat-reikningi keppninnar, ungfruisland, en þar má sjá hvað fer fram bak við tjöldin. „Það er alltaf mikið umtal í kringum svona keppni. Fólk elskar að tala um Ungfrú Ísland og vissulega hefur Snapchat aukið umtalið, en þetta er gríðarlega skemmtileg leið að kynnast keppendum og undirbúningnum og bak við tjöldin,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar í ár og fyrrverandi Ungfrú Ísland. „Undirbúningurinn fyrir lokakvöldið er númer eitt, tvö og þrjú og ekki síður mikilvægur en sjálft lokakvöldið. Við erum búin að vera saman í þrjá mánuði og hittast, æfa og upplifa skemmtilega hluti. Hópurinn fór meðal annars á Dale Carnegienámskeið. Snapchat er hugsað til að fá innsýn í keppnina, hvernig undirbúningi er háttað og hvað er hægt að læra af honum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar