Bestu leikmenn Evrópu
Kaupa Í körfu
Best í Evrópu, Célia Sasic og Lionel Messi. Lionel Messi frá Argentínu og Célia Sasic frá Þýskalandi voru í gær kjörin besta knattspyrnufólk Evrópu keppnistímabilið 2014-15 af Samtökum evrópskra íþróttamiðla, ESM, og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Kjörið fór fram í beinni útsendingu í Mónakó, strax eftir að dregið hafði verið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Messi hafði algjöra yfirburði í karlakjörinu. Hann fékk 49 atkvæði af 54 mögulegum en Luis Suárez frá Úrúgvæ fékk þrjú atkvæði og Cristiano Ronaldo frá Portúgal fékk tvö. Sasic fékk 11 atkvæði af 18 mögulegum í kvennakjörinu. Amandine Henry frá Frakklandi fékk fjögur atkvæði og Dzenifer Maroszán frá Þýskalandi fékk þrjú. Messi, sem er 28 ára gamall, varð Evrópumeistari með Barcelona 2014-15 og enn fremur bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Hann skoraði 43 mörk og varð næstmarkahæstur í deildinni og átti flestar stoðsendingar, 18 talsins. Í Meistaradeildinni urðu hann, Ronaldo og Neymar jafnir og markahæstir og Messi átti flestar stoðsendingar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir