Bestu leikmenn Evrópu

Skapti Hallgrimsson

Bestu leikmenn Evrópu

Kaupa Í körfu

Best í Evrópu, Célia Sasic og Lionel Messi. Lionel Messi frá Argentínu og Célia Sasic frá Þýskalandi voru í gær kjörin besta knattspyrnufólk Evrópu keppnistímabilið 2014-15 af Samtökum evrópskra íþróttamiðla, ESM, og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Kjörið fór fram í beinni útsendingu í Mónakó, strax eftir að dregið hafði verið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Messi hafði algjöra yfirburði í karlakjörinu. Hann fékk 49 atkvæði af 54 mögulegum en Luis Suárez frá Úrúgvæ fékk þrjú atkvæði og Cristiano Ronaldo frá Portúgal fékk tvö. Sasic fékk 11 atkvæði af 18 mögulegum í kvennakjörinu. Amandine Henry frá Frakklandi fékk fjögur atkvæði og Dzenifer Maroszán frá Þýskalandi fékk þrjú. Messi, sem er 28 ára gamall, varð Evrópumeistari með Barcelona 2014-15 og enn fremur bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Hann skoraði 43 mörk og varð næstmarkahæstur í deildinni og átti flestar stoðsendingar, 18 talsins. Í Meistaradeildinni urðu hann, Ronaldo og Neymar jafnir og markahæstir og Messi átti flestar stoðsendingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar