Hafnarstræti 17 og 19

Styrmir Kári

Hafnarstræti 17 og 19

Kaupa Í körfu

Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur heimilað niðurrif Hafnarstrætis 19 vegna nýbyggingar fyrir hótel. Styr hefur staðið um niðurrifið vegna verndunarsjónarmiða. Freyr Frostason, arkitekt hjá THG arkitektum, er aðalhönnuður nýs hótels í Hafnarstræti. Hann segir stefnt að því að hefja niðurrif Hafnarstrætis 19 á næstu dögum. Vinna við niðurrif á húsinu innandyra sé þegar hafin. Eins og fram hefur komið stendur til að reisa lúxushótel í Hafnarstræti 17 til 19. Húsið í Hafnarstræti 17 hefur þegar verið rifið og er þar nú opinn húsgrunnur. Freyr segir áformað að opna hótelið í fyrsta lagi fyrir jólin 2016. Raunhæfara sé að miða við veturinn 2016 til 2017. Hann segir aðspurður þá breytingu hafa orðið á hönnun hótelsins að herbergjum hafi verið fækkað úr 70 í 50.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar