Grundarfjörður mathús
Kaupa Í körfu
Nýr og spennandi veitingastaður opnaði í Grundarfirði í júlí síðastliðnum. Ber staðurinn heitið Bjargsteinn mathús og sómir byggingin sér vel yst á Framnesinu þar sem nesið skagar út í Grundarfjörð- inn mót norðri. Húsið á sér nokkuð skemmtilega sögu, en upphaflega var það byggt á Akranesi árið 1908. Þar þjónaði það hlutverki sínu sem íbúðarhús í yfir eitt hundrað ár. Þegar menn þar í bæ ákváðu að ráðast í framkvæmdir vegna safnaðarheimilis Akraneskirkju var tekin ákvörðun um að flytja húsið þaðan sem það stóð við Vesturgötu. Í heilu lagi var húsið því flutt upp í Borgarnes þar sem hafist var handa við að gera það upp að hluta. Í vetur var húsinu svo komið fyrir á núverandi stað í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Skúr og hjallur fá nýtt líf Á lóðinni voru fyrir gamall beitningaskúr og enn eldri hjallur sem áður tilheyrðu útgerðinni Pétur Konn ehf. Í stað þess að rífa byggingarnar tvær voru þær gerðar upp, tengdar við húsið aðflutta og gefið nýtt hlutverk í tengslum við veitingareksturinn. Þá var að auki reist viðbygging norðvestan við Bjargstein sem hýsir veitingasal. Heimamenn eru flestir sammála um að vel hafi tekist til í tengslum við veitingahúsið nýja sem vafalítið á eftir að lokka til sín svanga ferðalanga á komandi árum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir