Cesar Rodriguez Luna - taekwondo þjálfari
Kaupa Í körfu
Taekwondo-deild Bjarkar í Hafnarfirði fer stækkandi og æfingar eru nú í boði á Álftanesi. Þessi bardagaíþrótt þykir aðgengileg og getur fólk stundað hana á eigin forsendum, óháð aldri eða líkamlegu formi. Ef æft er af kappi og hugsað um mataræðið á sama tíma kemst kroppurinn fljótt í form. Suður-kóreska bardagaíþróttin taekwondo hefur átt miklum vinsældum að fagna hér á landi og í dag eru starfrækt fjöldamörg taekwondo-félög hringinn í kringum landið. Cesar Agusto Rodriguez Luna er þjálfari hjá taekwondo-deild Bjarkar í Hafnarfirði og hefur hann ýmsar skýringar á vinsældum íþróttarinnar. „Taekwondo þykir mjög góður valkostur fyrir þá sem vilja læra sjálfsvörn. Byggir íþróttin á mikilli hreyfingu og rík áhersla er lögð á notkun fóta frekar en handa. Um leið er hægt að æfa taekwondo án þess að þurfa að þola eitt einasta högg eða spark og leggja í staðinn áherslu á það listform sem felst í íþróttinni og þann aga, einbeitingu og slökun sem taekwondo kennir fólki.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir