Fýll á flugi yfir Vestmannaeyjum

Fýll á flugi yfir Vestmannaeyjum

Kaupa Í körfu

Mögulegt er tæknilega að setja upp stórar varmadælur í veitukerfi átta þéttbýlisstaða sem nú nota ótryggða raforku til að kynda upp vatnið. Með því mætti spara orku sem svarar til 15 MW vatnsaflsvirkjunar. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að slík „sparnaðarvirkjun“ sé langódýrasti virkjunarkostur landsins. Unnið hefur verið að athugun á möguleikum þess að nýta varmadælur við rekstur hitaveitna sem þurfa að nota rafmagn eða olíu til kyndingar. Þorsteinn Ingi lagði til fyrir nokkrum árum að lágvarmi yrði nýttur til húshitunar í byggð- arkjörnum með aðstoð raforku í gegnum varmadælur. Að þessu hefur verið unnið í verkefninu Landsvarma, sem er nú hluti af norrænu verkefni. Þá hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skipað starfshóp til að koma með tillögur um rafkyntar hitaveitur og varmadælur. Hópurinn á að skila af sér um miðjan desember.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar