Eirberg Kristinn A Johson

Eirberg Kristinn A Johson

Kaupa Í körfu

Heilsumælitækin safna saman og setja fram upplýsingar um ástand líkamans á gagnlegan hátt. Vatnskoddinn frá Mediflow hefur fengið hæstu einkunn í prófunum og þykir gefa mjög góðan svefn. Gaman hefur verið að sjá þá öru þróun sem orðið hefur á alls kyns tækni sem mælir og fylgist með heilsu og hreyfingu fólks. Mælingarnar gera kleift að vakta árangur og framfarir mun betur en áður og geta veitt bæði aðhald og hvatningu. Kristinn A. Johnson er markaðsstjóri Eirbergs, en fyrirtækið selur meðal annars vörur franska framleiðandans Withings, sem þykir leið- andi á þessu sviði. „Withings hefur hannað heila línu heilsumælitækja sem safna alls konar tölfræði um líkamann, allt frá vog sem mælir þyngd og fituprósentu yfir í snjallúr sem fylgist með hreyfingu líkamans jafnt að degi sem nóttu.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar