Stykkið Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Stykkið Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Við höfnina í Stykkishólmi má nú finna matarvagninn Finsens fish & chips, sem selur fisk og franskar kartöflur. Bjarki Hjörleifsson, 26 ára athafnamaður, opnaði vagninn fyrir tveimur mánuðum en fyrir á hann og rekur pítsustaðinn Stykkið. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarki að nýi matarvagninn hafi átt miklum vinsældum að fagna í Stykkishólmi. „Ég opnaði Stykkið í júlí 2013 og Finsens núna í júní síðastliðnum. Þetta gengur þokkalega og Finsensvagninn hefur fengið virkilega góðar viðtökur síðan við opnuðum hann í lok júní. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, og heimamenn, allir hafa þeir staðið í röðinni í sumar,“ segir Bjarki. Vagninn mun þó líklega ekki standa við höfnina í vetur að hans sögn. „Nú er hann brátt á leiðinni á verkstæði en hann var ekki alveg fullkláraður þegar við opnuðum í sumar,“ segir Bjarki kíminn í bragði. „Í framhaldinu vitum við ekki alveg hvað við gerum. Við höfum velt því fyrir okkur að opna hann jafnvel í Reykjavík einhvern hluta af vetrinum. Hann verður alla vega ekki opinn á höfninni hérna, því miður, ég held að veður og vindar myndu ekki fara ljúfum höndum um vagninn og hans gesti.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar