Haraldur Bernharðsson í Háskóla Íslands

Eva Björk Ægisdóttir

Haraldur Bernharðsson í Háskóla Íslands

Kaupa Í körfu

Miðaldastofa Háskóla Íslands mun standa fyrir fyrirlestraröð um Sturlungaöld í vetur. Síðasta vetur stóð stofan fyrir röð fyrirlestra um landnám Íslands, sem þóttu ganga mjög vel. „Fyrirlestrarnir verða á fimmtudögum klukkan 16.30. Við höfum verið í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands en það er frekar stór fyrirlestrasalur. Þar var oft fullt út úr dyrum í fyrra og fólk þurfti meira að segja stundum frá að hverfa,“ segir Haraldur Bernharðsson, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, við Morgunblaðið. Fyrsti fyrirlestur vetrarins verð- ur haldinn 17. september en þá ætlar Kolbrún Haraldsdóttir að fjalla um Eiríks sögu víðförla í miðaldahandritum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar